Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna alvarlegs umferðarslyss á Snæfellsnesi nú á fimmta tímanum. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í viðtali við rúv.is.
Slysið varð við Vatnsholtsvötn á sunnanverðu Snæfellsnesi og segir hann að einn verði fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. Ekki hefur náðst í lögregluna á Vesturlandi vegna slyssins. Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.
Umræða