Almennt reiknast skaðabætur frá flugfélagi vegna seinkunar á flugi eftir fluglengd. Fjárhæð skaðabóta geta verið allt að 600 evrur sem gera um 84.000 krónur. Mjög algengt er að flugi sé seinkað og geta slíkar seinkanir haft í för með sér óþægindi og aukinn kostnað. Þetta kemur fram á síðunni Flugrettur.is sem er rekin af lögmönnunum Grími Má Þórólfssyni og Hilmari Garðars Þorsteinssyni.
Flugrettur.is er þjónusta fyrir flugfarþega og veitt er aðstoð við að sækja bætur til flugfélaga, þegar flugi hefur verið seinkað eða því aflýst. Jafnframt vegna tjóns á farangri og veitt er almenn aðstoð við farþega sem þurfa að leita réttar síns gagnvart flugfélögum.
Seinkun á flugi
- Fáðu svör um ástæðu seinkunarinnar.
- Passaðu vel upp á brottfararspjaldið þitt.
- Ef þú hefur ekki fengið neina tilkynningu frá flugfélaginu um að fluginu hafi verið seinkað skaltu fá gögn um það, t.d. taka mynd af brottfarar- og komunúmeri á flugvellinum þar sem fram kemur að fluginu hafi verið seinkað.
- Biðjið flugfélagið um að greiða fyrir máltíðir og veitingar.
- Ef nauðsyn krefur, fáðu flugfélagið til að útvega þér hótelherbergi.
Ekki skrifa undir neitt eða samþykkja tilboð sem gæti rýrt þinn flugrétt. - Passaðu vel upp á allar kvittanir fyrir kostnaði sem töfinni fylgir.
Flugrettur.is aðstoðar flugfarþega við að sækja bætur til síns flugfélags í þeim tilvikum þar sem flugi þeirra hefur t.d. verið seinkað eða aflýst.
Aflýsing á flugi
Ef fluginu þínu hefur verið aflýst, gætir þú átt rétt á endurgreiðslu, vali um annað flug eða jafnvel skaðabótum. Fjárhæð skaðabóta fer eftir lengd flugsins og með hve miklum fyrirvara flugfélag tilkynnir að flugi sé aflýst.
- Safnaðu sönnunargögnum um að fluginu þínu hafi verið aflýst, t.d. brottfararskírteini og viðeigandi gögn.
- Fáðu flugfélagið til að leggja fram skriflega staðfestingu á afbókuninni og ástæðum hennar.
- Ekki skrifa undir neitt eða samþykkja tilboð sem gæti rýrt þinn flugrétt.
- Fáðu flugfélagið til að útvega þér hótelherbergi, ef þörf krefur.
- Haltu kvittunum til haga ef aflýsta flugið þitt endar með að hafa í för með aukinn kostnað.
Seinkun/skemmdir á farangri
Farangur farþega er á ábyrgð flugfélagsins frá innritun. Mikilvægt er að tilkynna strax um tjón eða seinkun á farangri til flugfélagsins. Það eru mikil vonbrigði að fá ekki farangur afhentan á komustað, eða farangur sem orðið hefur fyrir skemmdum.
- Taktu mynd af farangrinum þínum rétt áður en hann er innritaður. Þetta getur auðveldað leitina að farangrinum og sýnt fram á í hvaða ástandi hann var afhentur flugfélaginu við innritun.
- Æskilegt er að geyma ekki dýra hluti í farangri sem innritaður er við innritunarborð, t.a.m. fartölvur, myndavélar og síma.
- Æskilegt er að taka með sér allra nauðsynlegustu hluti í handfarangri, ef ske kynni að innritaður farangur rati ekki á réttan stað á réttum tíma.
- Ekki skrifa undir neitt eða samþykkja tilboð sem gæti rýrt þinn flugrétt.
- Haltu í brottfararspjaldið þitt og kvittanir fyrir innritaðan farangur.
- Ef farangurinn er skemmdur þegar þú færð hann afhentan, tilkynntu flugfélagi þínu tjónið eins fljótt og auðið er. Þú hefur allt að 7 daga frá því að þú færð töskurnar afhentar til að tilkynna tjónið, en það er alltaf best að tilkynna áður en þú ferð frá flugvellinum.
Annað
Hefur þér verið neitað um flugfar vegna yfirbókunar eða misstir þú af tengiflugi? Flugrettur.is veitir þér alla þá aðstoð sem þörf er á varðandi öll ofangreind atriði og ferlinu er lýst hér að neðan:
Ferlið
1. Þú fyllir út umsókn um þjónustu hér á vefnum okkar.
2. Við kynnum okkur málið þitt með því að fara yfir yfir umsóknina þína.
3. Við höfum samband við þig um næstu skref.