Vinnu á vettvangi á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi er lokið, en 27 voru í annarri rútunni og 11 í hinni. Þetta voru erlendir ferðamenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Fólkið var flutt í fjöldahjálparmiðstöð í Varmárskóla, utan fjögurra sem voru fluttir á slysadeild til skoðunar, en talið er að meiðsli þeirra séu minni háttar. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins var virkjuð vegna óhappsins. Vesturlandsvegur er lokaður á milli Mosfellsbæjar, við Þingvallaveg, og Hvalfjarðarganga og verður svo eitthvað áfram.
Tvær rútur með 38 manns innanborðs fóru út af Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um kvöldmatarleytið. Enginn slasaðist alvarlega, en þrír fengu minni háttar áverka. Fólkið sem var í rútunum tveimur voru flutt til Reykjavíkur til aðhlynningar. Aðstæður á vettvangi voru erfiðar enda slæmt veður, hálka og lítið skyggni. Vesturlandsvegur er lokaður á milli Esjumela og Hvalfjarðarganga.