Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt var tilkynnt um líkamsárás í verslun í Kópavogi. Þrír menn höfðu ráðast á starfsmann verslunarinnar og haft á brott með sér vörur úr versluninni. Ekki er enn vitað um meiðsl starfsmannsins og málið er í rannsókn.
Þá var nokkuð um ölvunar og fíkniefnaakstur í nótt og stöðvaði lögregla hluta þeirra sem óku um götur borgarinnar. Þá varðaði lögreglan í gær við fölsuðum evruseðlum: ,,Nokkur tilvik hafa komið til um helgina þar sem falsaðir 100 evru seðlar hafa verið notaðir í viðskiptum og vill lögreglan því beina þeim tilmælum til fólks að gæta að sér þegar verið er að taka við greiðslu í erlendum myntum og gæta vel að öryggisatriðum seðla.
Verði fólk þess vart að reynt sé að greiða með fölsuðum seðli er best að kalla strax til lögreglu gegnum 112.“