Ástþór Magnússon býður sig fram í forsetakosningum 2024 og hefur opnað vefsðíðu til þess að kynna sig og það sem hann stendur fyrir í komandi kosningu. Áður hefur Arnar Þór Jónsson, tilkynnt um framboð sitt. Hér að neðan er kynning Ástþórs Magnússonar:
Ég vil virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðisþróunar.
Forsetinn starfi sem hlutlaust sameiningartákn þjóðarinnar. Ég hef engar tengingar við stjórnmálaflokkana né starfað með þeim og þessvegna vel til þess fallinn ad vera hlutlaus umboðsmaður allrar þjóðarinnar á Bessastöðum.
Virkara lýðræði og öryggisventill
Forsetinn stuðli að aukinni þátttöku í lýðræðinu og virkji málsskotsréttinn til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina.
Ástþór Magnússon kynnti hugmyndina að því að Virkja Bessastaði og nýta embætti Forseta Íslands til friðar- og lýðræðisþróunar árið 1996. Ástþór varaði við fjármálahruni og stríði. Ástþór var sannspár. Ástþór sem forseti mun setja Ísland á heimskortið og laða til landsins alþjóðlegar stofnanir friðar, mannréttinda og lýðræðisþróunar. Þetta yrði ný atvinnugrein sem getur skapað 21000 störf og aukið þjóðartekjur um 600 milljarða.
Ástbór Magnússon www.forsetakosningar.is
Umræða