0.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Fyrirtæki í örum vexti 2014-2017 – Hagstofa Íslands

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Þau fyrirtæki sem teljast vera í örum vexti hafa að minnsta kosti þrjá starfsmenn í upphafi vaxtartímabils og árlegan meðalvöxt upp á 10% eða meira yfir þriggja ára tímabil. Vöxtur fyrirtækja er mældur í rekstrartekjum annars vegar og fjölgun launþega hins vegar. Vöxtur fyrirtækja getur bæði orðið vegna aukinnar starfsemi og veltu (innri vöxtur) og vegna samruna eða yfirtöku á öðrum fyrirtækjum (ytri vöxtur). Skv. Hagstofu Íslands.
Á vaxtartímabilinu 2014-2017 voru 1.608 fyrirtæki í örum vexti, mælt í rekstrartekjum en 977 fyrirtæki í örum vexti, mælt í fjölgun launþega. Í lok vaxtartímabilsins voru yfir 41 þúsund starfsmenn hjá fyrirtækjum í örum vexti, mælt í rekstrartekjum, með 1.167 milljarða í rekstrartekjur. Ef mælt er í fjölgun launþega, voru fyrirtæki í örum rekstri með yfir 33 þúsund starfsmenn og 929 milljarða í rekstrartekjur árið 2017.

Fjöldi fyrirtækja í örum vexti , fjöldi starfsmanna og rekstrartekjur í viðskiptahagkerfinu
Ár (t) Fjöldi fyrirtækja Fjöldi starfsmanna í
t-3
Fjöldi
starfsmanna í t
Rekstrartekjur í
t-3, ma. kr.
Rekstrartekjur í
t, ma. kr.
Fyrirtæki í örum vexti, mælt í rekstrartekjum
2011 951 19835 23719 554 945
2012 1113 23392 30114 689 1145
2013 1281 21651 29671 517 878
2014 1290 21614 30271 478 832
2015 1415 23661 33480 574 1034
2016 1664 25944 37936 540 1045
2017 1608 27679 41539 610 1167
Fyrirtæki í örum vexti, mælt í fjölgun launþega
2011 451 4863 8472 122 201
2012 651 8080 14842 233 393
2013 709 10773 18556 257 427
2014 751 10419 18395 226 404
2015 778 12990 22629 330 589
2016 909 16212 28334 418 776
2017 977 18372 32798 515 929

Á tímabilinu 2014-2017 voru fyrirtæki í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, heild- og smásöluverslun og einkennandi greinum ferðaþjónustu 62% allra fyrirtækja í örum vexti mælt í rekstrartekjum, og 65% allra fyrirtækja í örum vexti mælt í fjölgun launþega. Árið 2017 voru fyrirtæki í þessum þremur atvinnugreinum 42% af heildarfjölda fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu.
Fjöldi fyrirtækja í byggingariðnaði og mannvirkjagerð voru 23% allra fyrirtækja í örum vexti mælt í rekstrartekjum, og 22% allra fyrirtækja í örum vexti mælt í fjölgun launþega. Meirihluti fyrirtækja í örum vexti í byggingariðnaði og mannvirkjagerð var með þrjá til fjóra starfmenn í upphafi vaxtartímabilsins.
Ef mælt er í rekstrartekjum voru 19% fyrirtækja í örum vexti í einkennandi greinum ferðaþjónustu á vaxtartímabilinu 2014-2017, en mælt í fjölgun launþega voru þau 22% allra fyrirtækja í örum vexti. Helmingur þeirra var með 10 eða fleiri starfsmenn í upphafi vaxtartímabils.
Hlutfallsleg skipting fjölda fyrirtækja í örum vexti, mælt í rekstrartekjum
Hlutfallsleg skipting fjölda fyrirtækja í örum vexti, mælt í fjölgun launþega Flestir starfsmenn fyrirtækja í örum vexti voru í einkennandi greinum ferðaþjónustu, óháð tegund vaxtar eða vaxtartímabili. Í lok vaxtartímabilsins 2014-2017 voru 12.605 starfsmenn hjá fyrirtækjum í vexti, mælt í fjölgun launþega, með 19% árlegan meðalvöxt í fjölda launþega.
Þróun starfsmannafjölda hjá fyrirtækjum í örum vexti, mælt í fjölgun launþega
Hjá fyrirtækjum í örum vexti, mælt í fjölgun launþega, voru fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustu einnig með mestar rekstrartekjur árið 2017 eða 320 milljarða. Árlegur meðalvöxtur þeirra í rekstrartekjum yfir vaxtartímabilið 2014-2017 var 18%.
 Þróun rekstrartekna hjá fyrirtækjum í örum vexti, mælt í fjölgun launþega Skýringar:
* Farþegaflutningar; Veitinga- og gistiþjónusta; Leiga á vélknúnum ökutækjum; Leiga á tómstunda- og íþróttavörum; Ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og önnur bókunarþjónusta.
** Framleiðsla á efnum og efnavörum; Vopna- og skotfæraframleiðsla; Framleiðsla á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum; Framleiðsla á rafbúnaði og heimilistækjum; Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum; Framleiðsla á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum; Framleiðsla annarra farartækja; Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga; Póst- og boðberaþjónusta; Útgáfustarfsemi; Útvarps- og sjónvarpsútsending; dagskrárgerð; Fjarskipti; Þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni; Starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu; Vísindarannsóknir og þróunarstarf.
Um gögnin
Tölfræði um lýðfræði fyrirtækja byggir á samræmdri aðferðafræði Eurostat og OECD og er því samanburðarhæf við fyrirtækjatölfræði í öðrum löndum Evrópu. Tölfræðin byggir á rekstrarframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Hún nær til einkageirans utan landbúnaðar, fjármála- og vátryggingastarfsemi. Opinber stjórnsýsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta, fræðslustarfsemi, menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi ásamt starfsemi félagasamtaka er undanskilin.
https://www.fti.is/2019/02/02/metar-i-komu-ferdamanna-43-aukning-a-heildarfjolda-gistinatta-i-desember/