-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra – Loka­til­boð stjórn­valda og hátekjuskattur ekki á dagskrá

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

„Þetta er það svig­rúm sem við höf­um sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í Morg­unút­varpi Rás­ar 2  þegar að hún var spurð hvort til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar í skatta­mál­um til að liðka fyr­ir kjara­samn­ing­um, væru loka­til­boð stjórn­valda. 
For­sæt­is­ráðherra sagði að stjórn­ar­flokk­arn­ir hefðu sam­mælst um að út­færa þá skatta­lækk­un um á eitt pró­sentu­stig, sem kveðið væri á um í stjórn­arsátt­mál­an­um, þannig að hún kæmi sér best fyr­ir tekju­lægsta hóp­inn. „Þannig að við erum að leggja til þriggja þrepa kerfi, sam­bæri­legt að ein­hverju leyti því sem var hér í tíð vinstri­stjórn­ar­inn­ar.“
Þegar hún var spurð um há­tekju­skatt svaraði Katrín að það hefði alltaf legið fyr­ir frá því rík­is­stjórn­in hefði verið mynduð, að slík­ur skatt­ur yrði ekki sett­ur á.
Sagðist hún vilja ít­reka það að stjórn­völd hefðu verið hrein­skil­in frá því sam­tal þeirra við aðila vinnu­markaðar­ins hófst. Stærstu félög launþega haf­a sagt til­lög­urn­ar gríðarleg von­brigði og úr takti við raunveruleikann og líklegast verður öllum viðræðum slitið strax á morgun og farið að hefja undirbúning verkfalla sem að geta jafnvel varið í mánuði og framyfir ferðamanna- tímabilið sem að framundan er, þar sem að allt flug til og frá landinu, getur stöðvast, ef að ekki næst að semja.
„Það má lesa það út úr fjár­mála­áætl­un og við höf­um verið mjög skýr í öll­um okk­ar yf­ir­lýs­ing­um en það breyt­ir því ekki að við vilj­um auðvitað halda þessu sam­tali áfram um ým­is­legt fleira sem get­ur orðið til þess að bæta lífs­kjör í land­inu,“ sagði Katrín. Þegar að hún var svo spurð aft­ur hvort frek­ari breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu væru hins veg­ar ekki í boði sagði hún: „Við kynnt­um þær í gær.“
 
https://www.fti.is/2018/10/15/hraesni-vinstri-graenna-og-aumingjaskapur-2/