Landhelgisgæslan hefur fengið þær upplýsingar frá Veðurstofu Íslands að von sé á óvenju mikilli ölduhæð vegna djúpu lægðarinnar sem nálgast nú landið.
Gert er ráð fyrir að ölduhæðin geti orðið 8-10 metrar vestur af landinu og allt að 14 metrar út á vesturdjúpi undir lok vikunnar. Landhelgisgæslan telur ástæðu til að upplýsa sjófarendur um þessar krefjandi aðstæður og hvetur þá til að fylgjast vel með ölduspá, eftir því sem kostur er, en hana má finna hér.
Eins og bent var á í frétt frá Landhelgisgæslunni fyrr í dag er varað við hárri sjávarstöðu sem getur ásamt mikilli ölduhæð valdið usla, sérstaklega sunnan og vestanlands.
Umræða