-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Segir laun seðlabankastjóra hafa setið eftir

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Með rúmar 25 milljónir í árslaun en varaði við hækkun launa þeirra lægstlaunuðu

Laun seðlabanka­stjóra hafa ekki hafa verið lægri í sam­an­b­urði við laun ráðherra og æðstu emb­ætt­is­manna í ára­tugi. Þetta kem­ur fram í um­sögn Más Guðmunds­son­ar seðlabanka­stjóra við frum­varp fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um breyt­ingu á ýms­um lög­um vegna brott­falls laga um kjararáð, sem lagt var niður síðasta sum­ar.
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri sem var með um 25 milljónir í árslaun 2016 sagði í aðdraganda kjarasamninga að launahækkanir þeirra lægst launuðu mættu alls ekki hækka neitt því að það gæti orðið mikið áfall fyrir þjóðarbúskapinn og væri ávísun á hærri vexti og atvinnuleysi.
Í frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að laun seðlabanka­stjóra, ráðherra og æðstu emb­ætt­is­manna rík­is­ins verði fryst til 1. janú­ar á næsta ári. Már gerir athugasemd við þetta og bendir á að laun þessa hóps hafi verið hækkuð verulega á árunum 2015 og 2016. Sérstök skoðun á launum seðlabankastjóra hafi síðast verið gerð fyrir sjö árum og þá hafi launin verið hækkuð um sjö prósent. „Laun seðlabankastjóra hafa ekki verið lægri í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna í a.m.k áratugi en þau hafa verið síðustu ár,“ skrifar Már í erindi sínu.
https://www.fti.is/2019/02/09/spurdu-sedlabankastjora-eiga-laglaunakonur-einar-ad-bera-abyrgd-a-efnahagslegum-stodugleika-islands/
https://www.fti.is/2019/02/07/eg-hvet-sedlabankastjora-til-ad-fara-a-vinnustadi-laglaunafolks/