Veðurhorfur á landinu
Hægt vaxandi austlæg át, víða 13-18 seint í nótt, en 20-28 m/s syðst á landinu. Snjókoma með köflum við suðuströndina, annars dálítil él, en úrkomulaust að kalla á Vesturlandi. Dregur smám saman úr frosti. Spá gerð: 20.03.2023 21:17. Gildir til: 22.03.2023 00:00.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Vestfirðir, Suðausturland og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustan 13-18 m/s, en 18-25 við suðausturströndina. Dálítil él á austanverðu landinu og með norðurströndinni, en annars yfirleitt léttskýjað. Dregur smám saman úr vindi síðdegis. Frost víða 2 til 7 stig, en frostlaust syðst.
Á fimmtudag:
Norðaustan 8-15 m/s og dálítil él, en bjartviðri sunnan- og vestantil. Frost 0 til 8 stig að deginum, minnst syðra.
Á föstudag:
Norðaustankaldi og smá él, einkum með norðurströndinni, en lengst af léttskýjað syðra. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum. Áfram kalt í veðri.
Spá gerð: 20.03.2023 19:55. Gildir til: 27.03.2023 12:00.