Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu vilja að Arnar Þór verði næsti forseti Íslands. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór á vefsíðunni á síðasta sólarhring.
Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Hvern myndir þú vilja sjá í embætti forseta á Bessastöðum?
Niðurstaðan var eftirfarandi:
- Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari : 71,6%
- Halla Tómasdóttir, forstjóri: 10,6%
- Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði: 4,1%
- Ástþór Magnússon, athafnamaður og stofnandi Friðar 2000: 3,9%
- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: 3,4%
- Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri: 2,8%
- Alma Möller, landlæknir: 1,9%
- Eyjólfur Guðmundsson, fráfarandi rektor Háskólans á Akureyri: 0,9%
- Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður og rafvirki: 0,5%
- Salvör Nordal, umboðsmaður barna: 0,3%
- Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi formaður FKA: 0%
Greidd voru 564 atkvæði
,,Ég gef kost á mér fyrir þá sem þrá breytingar frá gömlum gildum“
Umræða