Kvennalið Manchester United eru sigurvegarar í FA Women’s Championship tímabilið 2018/2019
Eftir 7-0 sigur á Crystal Palace tryggðu þær Manchester United titilinn en þess má geta að þetta er fyrsta tímabilið sem þær spila enda er liðið nýstofnað.
Lauren James skoraði fernu í leiknum en einnig sáu Lizzie Arnot, Leah Galton og Jess Sigsworth um að tryggja þau þrjú stig sem þurftu til að tryggja titilinn í dag.
Manchester United situr á toppnum með 7 stiga forskot á Tottenham sem á aðeins tvo leiki eftir.
Hingað til hefur United unnið 16 af 18 deildarleikjum sínum á þessu tímabili – með 49 stig, skorað 88 mörk og fengið aðeins sjö sinnum mark á sig.
Bikarafhending verðu laugardaginn 11. maí næstkomandi á heimavelli eftir lokaumferðina gegn Lewes.