Í tíð Valtýs Sigurðssonar náð hann í samvinnu með Afstöðu að gera herör gegn einelti í fangelsunum og náði Valtýr að fækka kvörtunum fanga til Umboðsmanns alþingis umtalsvert eða um sirka helming.
Árið 2004 var Björn Bjarnason fyrrv. Dómsmálaráðherra gerður afturreka með frumvarp um fullnustu refsinga og látinn breyta því þar sem reynt var að búa til nýjar áætlanir og umgjörð um fangavist. Valtýr og Björn fóru því saman til Danmerkur til að skoða fangelsi og fá hugmyndir.
Valtýr hefur verið talsmaður opinna úrræða en þegar hann tók við sem fangelsismálastjóri stóð til að loka Kvíabryggju og byggja öryggisfangelsi. Hann kom í veg fyrir það og stækkaði Kvíabryggju. Honum finnst að það eigi að auka opin úrræði í fangelsiskerfinu
Valtýr var dómari lengi. Hann hefur hafði og hefur enga skoðun á refsingum, hann bara dæmdi og svo tekur næsta mál við. Hann segir að það vanti nauðsynlega að fræða dómara og að þeir sjái að þetta eru manneskjur en engar persónuskýrslur fylgja mönnum. Mál bara keyrð í gegn.
Valtýr bauð dómurum á Litla hraun og fékk fanga til að segja sína sögu. Dómarar voru hneykslaðir, sorglegt að ekki sé meira samtal á milli stofnana eins og gert er á Norðurlöndunum. Það fyrsta sem hann gerði sem ríkissaksóknari var að gera málshraðareglur. Rennur til rifja að sjá fyrir dómu hversu mörg mál eru uppsöfnuð þegar einstaklingur mætir loks fyrir dóm.
Endurkomutíðnin er um 50% Enginn er ánægður með endurkomur.
Sprenglærðir matreiðslumenn úr hópi vistmanna máttu ekki koma inn í eldhús að elda fyrir aðra þegar Valtýr tók við. Hann breytti því og nú elda flestir fangar sjálfir. Valtýr tók fyrirmyndina af því þegar hann og Björn Bjarna fóru í heimsókn í fangelsi í Danmörku og sáu að þar voru bara rokkarar tattooveraðir og stæltir með sveðjur á lofti að elda mat.
Daginn sem hann byrjar sem fangelsismálastjóri hefst áreiti frá alls konar fólki eins og stjórnmálafólki um að hafa áhrif á ákvarðanir eins og með hvar fangar séu vistaðir. Það þarf að nota meira úrræði í dómskerfinu og dæma fólk í meðferðir eða annað og persónuskýrslur þurfa að fylgja með. Þetta er í lögum en ekki notað
Valtýr vildi að dómstólar myndu dæma fólk í samfélagsþjónustu en í dag er hann á því að Fangelsismálastofnun sjái um það, hann getur ekki hugsað sér betra kerfi. Það hefur komið dómurum á Norðurlöndunum á óvart að það sé hans skoðun. Dómarar hugsa yfirleitt lítið um samfélagsþjónustur. Valtýr óttast að Það sé verið að lengja samfélagsþjónustu í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra bara til að spara peninga!
Hér er podcast viðtal við Valtý Sigurðsson fyrrv. fangelsismálastjóra: https://www.youtube.com/watch?v=5tlz_IR200A