Tekjur af erlendum ferðamönnum á fjórða ársfjórðungi 2021 námu tæpum 59 milljörðum króna samanborið við 8,2 milljörðum miðað við sama tímabil árið áður. Á tólf mánaða tímabili frá janúar 2021 til desember 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum tæplega 204 milljarðar króna samanborið við 113 milljarða fyrir sama tímabil frá árinu áður.
Áætlaðar gistinætur á hótelum í mars eru 307 þúsund sem er 518% aukning borið saman við mars 2021 þegar gistinætur á hótelum voru 49.653. Gistinætur Íslendinga eru áætlaðar 73.000 í mars, eða 80% fleiri en í mars 2021, og gistinætur erlendra gesta eru áætlaðar 234.000 samanborið við 9.110 á síðasta ári.
Í mars voru 135.364 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 7.729 í mars 2021. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 101.173 samanborið við 4.601 í mars í fyrra.
Umræða