Nóg hefur verið að gera hjá slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins
Slökkvilið var kallað til vegna sprenginga og reyks í bílskúr við Stóragerði klukka hálf fimm í nótt. Nágranni hafði vaknað við sprengingar og séð svartan reyk koma frá frístandandi bílskúr á móti. Þegar lögregla kom á staðinn komu nokkra litlar kraftlitlar sprengingar.
Slökkvistarf gekk greiðlega en tvær slökkvistöðvar fóru í verkefnið og var því lokið á 50 mín. Upptök elds lá ekki fyrir þegar lögreglu var afhentur vettvangur.
Annars fóru dælubílar í 6 útköll síðasta sólahring og gengu verkefni bara mjög vel.
Forsíðumyndin er frá sinubruna við Laugarnestanga í gærkvöldi.
Umræða