Fjórir eru í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í sumarhúsi í uppsveitum í Árnessýslu.
Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt rétt fyrir klukkan tvö í dag að karlmaður á fertugsaldri væri meðvitundarlaus í sumarhúsinu. Hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir að viðbragðsaðilar komu á staðinn.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru fjórir handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögreglan á Suðurlandi stjórnar rannsókninni og nýtur stuðnings tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi og að ekki verði veittar frekari upplýsingar að sinni.
Umræða