Laun bæjarstjóranna í Kópavogi og í Garðabæ eru hærri en laun borgarstjóra og forsætisráðherra
Forsætisráðherra furðaði sig á því í gær hve há laun bæjarstjórans í Kópavogi eru en komið hefur í ljós að bæjarstjórinn í Garðabæ er með u.þ.b. jafn há laun. Sem eru samtals um 30,2 milljónir á ári.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fær rétt rúmar 2 milljónir króna í laun og greiðslur á mánuði sem borgarstjóri í Reykjavík. Laun Bæjarstjóranna t.d. í Kópavogi og svo í Garðabæ eru mun hærri en laun bæði borgarstjórans í Reykjavík og forsætisráðherra landsins. En við fjölluðum í gær um laun bæjarstjórans í Kópavogi sem að nema um 2,5 milljónum á mánuði. Um sömu laun bæjarstjóra er um að ræða í Garðabæ eða um áttföld lágmarkslaun. Kom fram í gær hjá forsætisráðherra að um sé að ræða u.þ.b. 300.000 kr. hærri laun en hún hefur og lýsti hún yfir furðu sinni á því.
Laun og hlunnindi bæjarstjóra Garðabæjar eru um 30 milljónir króna eða u.þ.b. 2,5 milljónum króna á mánuði. Grunnlaun bæjarstjórans hafa á kjörtímabilinu hækkað um tæpa hálfa milljón á mánuði.
Á síðasta ári fékk Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, 27,5 milljónir króna, eða u.þ.b. 2,3 milljónir króna á mánuði sem bæjarstjóri. Gunnar fékk auk þess 507.000 krónur á mánuði sem varamaður í bæjarstjórn Garðabæjar.
Að viðbættum bifreiðastyrk að fjárhæð 2.200.000 kr. til bæjarstjóra, en Garðabær útvegar bæjarstjóra Land Cruiser-jeppa.
Þá námu allar greiðslur til bæjarstjórans um 30,200,000 krónum í árslaun skv. ofangreindu
https://gamli.frettatiminn.is/2018/05/19/forsaetisradherra-furdar-sig-a-haum-launum-baejarstjorans-i-kopavogi/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/05/17/manadarlaun-armanns-kr-olafssonar-baejarstjora-i-kopavogi-haekka-i-2-5-milljonir-krona/