-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Leirá hefur gefið 140 fiska það sem af er

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Það var rólegheita stemming hjá veiðifólkinu sem mætti í veiðihúsið við Leirá en hópurinn hafði mætt í húsið deginum áður að vanda og hann samanstóð af gamalgrónum veiðimönnum og þeim sem hafa ekki eins langa reynslu af stangaveiði.
,,Talsvert var af fiski í ánni og við vorum mestan partinn í Brúarhylnum og á neðri svæðunum,’’ sagði hinn gamalreyndi veiðimaður Eggert Sk. Jóhannesson sem var á ferð með sonum sínum og systur, Guðnýju Sigurbjörgu og mági, Halldóri Halldórssyni sem hafa á undanförnum árum verið dugleg í stangaveiðinni.
,,Við fórum í léttan túr í Leirána eins og áður og erum hrifin af ánni vegna þess að hún leynir mikið á sér og er með sinn sérstaka karakter sem við erum heilluð af. Þessi perla er stundum ekki mjög vatnsmikil en samt alltaf nægt vatn til veiða á öllum stöðum og hún er meiri áskorun fyrir vikið,“ sagði Eggert.
,,Þegar maður hefur margsinnis náð þeim árangri sem flesta veiðimenn dreymir um, á rúmlega fjörutíu ára farsælum ferli, þá er gaman að leita í svona fallega, vatnslitla á og hjálpa og leiðbeina öðrum. Auk þess er bara gaman að veiða í rólegheitunum  í góðra vina hópi úti í náttúrunni og löng reynsla af fluguveiði er á við margra ára háskólanám ef menn sætta sig bara við fullkomnun í veiðinni.’’
Veiðin gekk mjög vel og veiðimenn hafa almennt verið að setja í fullt af sjó birtingum um alla á í vorveiðinni, samkvæmt veiðibókinni og hefur áin gefið 140 fiska, nokkra vel væna.

Mynd. Guðný Sigurbjörg með flottan sjóbirting rétt fyrir neðan brúna á þjóðveginum.
Mynd Eggert Skúli Jóhannesson