Laxá á Ásum opnaði í gærmorgun klukkan 7:00 og fyrsti laxinn kom á land stuttu síðar.
Sturla Birgisson, leigutaki, sem landaði fyrsta laxinum í Laxá á Ásum í gærmorgun.
Fyrsti lax sumarsins í ánni, veiddist í Dulsum, en veiðistaðurinn er einn af þeim bestu í ánni þegar að laxinn er að byrja að ganga í hana.
Laxar hafa sést víða í ánni og vatnsmagnið er í meira lagi eftir miklar rigningar að undanförnu eins og í flestum ám landsins.
Alls veiddust 10 laxar fyrsta daginn og sá stærsti var um 92 sentimetra hængur sem að veiddist í Sauðaneskvörninni.
Discussion about this post