Jarðskjálfti af stærðinni 3,8 mældist um fimmtán og hálfum kílómetra norður af Gjögurtá rétt fyrir klukkan fjögur í nótt
Mikil virkni hefur verið á Tjörnesbrotabeltinu síðustu sólarhringa og hafa á síððustu 48 klukkutímum orðið um fjögur hundruð skjálftar á svæðinu.
Sex jarðskjálftar yfir þrjá af stærð mældust með stuttu millibili á sömu slóðum í gærkvöld en samtals hafa mælst tólf skjálftar yfir 3 að stærð. Stærsti skjálftinn var 3,4 að stærð og fundu íbúar á Siglufirði vel fyrir honum hálf átta leitið í gærkvöld.
Fjöldi skjálfta á svæðinu : Stærð minni en 1 alls: 49 – Stærð 1 til 2 alls: 277 – Stærð 2 til 3 alls: 51 – Stærri en 3 alls: 12 sem gera samtals 389 jarðskjálfta s.l. tvo sólarhringa
Umræða