27 skjálftar stærri en 3,0
Öflugur jarðskjálfti reið yfir á Norðurlandi rétt upp úr klukkan þrjú og fannst skjálftinn víða á Norðurlandi en ekki hefur frést af skemmdum vegna hans en innanstokksmunir munu á nokkrum stöðum hafa færst úr stað. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var skjálftinn af stærðinni 5,5 og á hann upptök sín norðvestur af Gjögurtá. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfar stóra skjálftans.
Fjöldi skjálfta:
- Stærð minni en 1 alls: 60
- Stærð 1 til 2 alls: 311
- Stærð 2 til 3 alls: 104
- Stærri en 3 alls: 27
- Samtals: 502
Undanfarna daga hefur gengið yfir jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu og því voru menn viðbúnir stórum skjálftum og ekki er útilokað að stærri skjálftar geti komið í kjölfarið og því eru Almannavarnir í viðbragðsstöðu. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftum á vef Veðurstofunnar með því að smella hér.
https://gamli.frettatiminn.is/jardskjalfti-af-staerdinni-38-nordvestur-af-siglufirdi-400-skjalftar-s-l-tvo-solarhringa/