,,Guðni er vinur minn en hann hefði aldrei átt að fara á Bessastaði, hann hefur ekkert í þetta að gera“
Forsetinn og vandræðagangurinn vegna Landsréttarmálsins, opnun landamæra Íslands og fjölmiðlar sem þegja um mikilvæg atriði var meðal þess sem Hallur Hallsson blaðamaður og sagnfræðingur ræddi um í fréttum vikunnar en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu. Hallur Hallsson sem er einn reynslumesti og fróðasti blaðamaður á Íslandi, fer yfir stöðuna í þjóðfélaginu og gagnrýnir harðlega þá breytingu sem hefur orðið í fjölmiðlaheiminum sem fáir þekkja jafn vel og hann. Þá vitnar hann í greinarskrif Eiríks Jónssonar sem býr að áratuga reynslu af fjölmiðlum. Forsetakosningarnar eru ræddar, sem hann segir vera þær mikilvægustu á síðari tímum.
,,Pólitíkin öll ætlar sé að koma auðlindum þjóðarinnar í útlendar hendur eftir alla baráttuna sem stóð yfir á tuttugustu öld. Guðni skrifaði undir Orkupakkana, það var ekki vandamál og við vitum að hann vildi borga Icesave, hann hefur alltaf verið tryggur þeim málstað að selja landið útlendingum. Hann var ekki öryggisventill þá eða síðar. Af hverju haldið þið að það liggi svona mikið við að hafa slíkan mann á Bessastöðum? Af hverju haldið þið að Davíð Oddsson hafi fengið rýtinginn í bakið 2016? Það er vegna þess að Davíð hefði ekki verið þesssi vikapiltur fyrir pólitíkina á Bessastöðum.“ Sagði Hallur
,,Hallur Hallsson ræddi meðal annars um frétt sem birtist í Fréttatímanum þar sem greint er frá því að Eliza Reid forsetafrú hafi í gegnum fyrirtæki sitt Dudo ehf fengið á annað hundrað milljónir í tekjur og ýmis konar styrki undanfarin fjögur ár
”og þessu hafa hvorki RÚV né fjölmiðlar Vodafone greint frá, það ríkir þögnin“,segir Hallur. Þá séu vandræði forseta í Landsréttarmálinu að koma æ betur í ljós
”svo er forseti tvísaga, fyrst segir hann í viðtali að enginn hafi rætt þetta sérstaklega við hann og síðar segir hann að Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hafi rætt við hann um þetta, þetta sýnir bara í hverslags klessu pólitíkin er hér ” svo skrifar Guðni undir þegar pólitíkin er búin að segja honum að skrifa undir, en hann var samt með efasemdirnar, hann bara hlýddi pólitíkinni“.
Þá ræddi Hallur um hvort Ísland eigi einhverja hagsmuni sem krefjist þess að þurfa alltaf að fylgja hinum norðurlöndunum í einu og öllu þegar kemur að mikilvægum málum, en Hallur er á því að Ísland hafi ekkert til norðurlandanna að sækja ”einu hagsmunirnir eru kokteilboðin sem pólitíkusar og embættismenn sækja í Skandinavíu“ segir á vef Útvarps Sögu en hlusta má á þáttinn hér í spilaranum