,,Ég er að fara í Veiðivötn í næstu viku og er búinn að leita af maðki alla vega í viku og ekkert fengið“ sagði veiðimaður sem er búinn að leita og leita en mjög erfitt er að fá maðka núna, en það spáir rigningu á mánudag og það er smá séns að þetta lagist eitthvað.
Síðustu daga hafa veiðimenn fengið lítið af maðki og meira segja þeir sem rækta maðka eins og menn í Þorlákshöfn, eiga ekki til einn maðk.
,,Frétti af einum sem sendi tengdamóður sín út að vökva og tína, hún fann ekki einn maðk“ sagði veiðimaður sem ætlaði í Veiðivötn í vikunni, jafnvel maðkalaus en með nóg af flugum og spúnum.
Hátt verð hefur heyrst greitt fyrir maðka, sem ekki eru til og sjást lítið á yfirborðinu núna. 200 kall er dágott fyrir stykkið.
Umræða