Sjálfstæðismaðurinn Teitur Björn Einarsson, sem situr í atvinnuveganefnd Alþingis, hefur farið fram á að nefndin verði kölluð saman sem allra fyrst í ljósi þess að matvælaráðherra ákvað að stöðva veiðar á langreyðum tímabundið.
,,Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar tímabundið er reiðarslag fyrir fjölda fólks sem missir nú atvinnu sína. Ég hef farið fram á það að atvinnuveganefnd Alþingis verði kölluð saman sem allra fyrst og ráðherra geri grein fyrir máli sínu á þeim vettvangi. Mörgum spurningum og stórum álitaefnum hefur ekki verið svarað.“
Umræða