Tillaga að rekstrarleyfi N-lax ehf. til fiskeldis að Laxamýri við Húsavík
Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir N-lax ehf. vegna fiskeldis á landi að Laxamýri við Húsavík. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 50 tonna hámarkslífmassa vegna seiða- og matfiskeldis á bleikju og regnbogasilungi. Einnig verður alinn villtur lax til sleppingar í ár.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 13. júlí 2023.
Ítarefni
Umræða