Hugleiðingar veðurfræðings
Nú er lægð við Færeyjar sem þokast norðvestur. Lægðin sendir norðanátt og úrkomusvæði með súld og rigningu yfir austan- og norðanvert landið í dag og eru það mikil umskipti frá þurrki og hlýindum sem verið hafa í þessum landshlutum undanfarið. Í suðvesturfjórðungi landsins ætti að vera þurrt í dag og eitthvað gæti sést til sólar. Þar verður jafnframt hlýjast, eða allt að 17-18 stig á Suðurlandi þegar best lætur.
Á morgun verður áðurnefnd lægð komin norður af landinu og fjarlægist. Þá er útlit fyrir vestan golu eða kalda. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar smáskúrir. Rofar líklega til á vestanverðu landinu síðdegis. Svipaður hiti á morgun og í dag, mesti hitinn áfram sunnanlands, kringum 17 stig.
Veðurhorfur á landinu
Norðan 5-13 m/s í dag og rigning eða súld, en yfirleitt þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 5 til 17 stig, hlýjast sunnanlands. Vestlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun. Skýjað og smáskúrir á stöku stað, en rofar til á vestanverðu landinu síðdegis. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 20.06.2023 09:22. Gildir til: 22.06.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Fremur hæg breytileg átt, bjart með köflum og yfirleitt þurrt. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp með rigningu sunnanlands um kvöldið. Hiti 9 til 16 stig.
Á föstudag:
Suðaustan 8-13 m/s og súld eða rigning, hiti 10 til 15 stig. Þurrt að mestu á Norður- og Norðausturlandi með hita að 20 stigum.
Á laugardag:
Austlæg átt og súld eða rigning suðaustantil, en bjartviðri norðan heiða. Víða rigning um kvöldið, þó síst norðanlands. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag og mánudag:
Austlæg eða breytileg átt og rigning með köflum, hiti 9 til 16 stig.
Spá gerð: 20.06.2023 07:51. Gildir til: 27.06.2023 12:00.