Líkamsárás og tilraun til manndráps
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum vill koma á framfæri í sambandi við fyrri tilkynningu er varðar meinta alvarlega líkamsárás og tilraunar til manndráps sem átti sér stað í heimahúsi í Súðavík að kvöldi 11. júní sl. Þann 12. júní sl, var sakborningi gert að sæta vikulöngu gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar málsins.
Rannsókn málsins hefur gengið vel og liggur fyrir nokkuð greinagóð mynd af atburðarrás.
Núna í morgun var gerð krafa til Héraðsdóms Reykjavíkur um að sakborningi verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi í fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um áframhaldandi gæsluvarðhald til 17. Júlí 2024, kl. 11:00.
Umræða