Norðaustan gola eða kaldi og súld eða dálítil rigning austanlands, en skýjað með köflum vestantil á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina.
Suðaustur af landinu er grunn lægð sem hreyfist lítið. Því er spáð svipuðu veðri hér á morgun, en þó heldur meiri rigningu suðaustan- og austanlands. Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt á mánudag. Dálítil rigning framan af degi á Norðausturlandi, en skúrir á landinu síðdegis, einkum sunnantil. Hiti breytist lítið.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustlæg átt, víða 5-10 m/s. Dálítil væta austantil á landinu, en rigning eða súld á morgun. Skýjað með köflum um vestanvert landið og síðdegisskúrir, en úrkomulítið á Vestfjörðum og við Breiðafjörð. Hiti frá 8 stigum við norðausturströndina, upp í 18 stig á suðvestanlands.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðaustan 3-8 m/s og súld eða rigning um landið norðaustanvert en skýjað með köflum annarsstaðar og víða skúrir síðdegis. Hiti frá 8 stigum austast, upp í 18 stig vestantil á landinu.
Á þriðjudag:
Fremur hæg austlæg átt og skýjað, en úrkomulítið, austantil á landinu og hiti 8 til 12 stig, en bjart með köflum um vestanvert landið hiti að 18 stigum.
Á miðvikudag:
Austan og norðaustan 5-10 og víða rigning, en þurrt vestast fram á kvöld. Hiti 10 til 15 stig.
Á fimmtudag:
Austlæg átt og að mestu skýjað, og skúrir síðdegis suðvestantil á landinu. Hiti 8 til 15 stig.
Á föstudag:
Norðaustanátt og dálítli rigning austantil á landinu, en bjart með köflum suðvestanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á laugardag:
Austanátt og skýjað með köflum, en úrkomulítið veður. Hiti breytist lítið.