-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Hví ætti lífeyrissjóðurinn að kaupa hlutabréf í Icelandair?

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Jón Gunnarsson fv, frkv.stj.

Ég spurði vin minn í veiðiferð um daginn hvort hann ætli að kaupa hlutabréf í Icelandair útboðinu en hann er forstjóri í stórum lífeyrissjóði. Nei takk, sagði hann hátt og skýrt. Nú sagði ég, afhverju ekki. Jú sagði hann, sjáðu til og svo taldi hann upp fyrir mig afhverju. (listinn er ekki í einhverri sérstakri röð)

  • 1) Covid 19 veiran og öll óvissan í kringum hana og kostnaður
  • 2) ástandið í Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og Kína
  • 3) engar marktækar viðskiptaáætlanir
  • 4) óvissa með önnur flugfélög og leiðakerfin eru í fullkominni óvissu
  • 5) lélegt stjórnendateymi
  • 6) vont bragð í munni eftir allt tapið og maður á ekki að henda góðum pening eftir slæman
  • 7) óskynsamleg framkoma við verkalýðsfélög og
  • 8) Boeing myllusteinninn sem er um hálsinn á félaginu í boði fyrrverandi forstóra Samherja.

Allt þetta plús neikvætt fjárstreymi, stríð við starfsmennina, loðin og misvísandi svör í fjölmiðlum og framkoman gagnvart WOW air fær mig til að staldra við. Þeir náðu að drepa Skúla Mogensen og hefðu getað fengið WOW air fyrir ekkert og þá værum við kannski með nothæfan flota en þeir voru of gráðugir. Við værum kannski til í að koma með meira fé inn í félagið einhverju formi en sú fjárfesting yrði að vera ríkistryggð og helst verðtryggð. Þetta er búið spil hjá þeim eins og þetta er í dag held ég en það verður að bjarga félaginu, það vitum við. Elítan þarf að geta komist í burtu og svo hló hann…og allir dagpeningarnir maður minn…
Svo bætti hann við með semingi… grey flugfreyjurnar… þeir reyndu að losna við þær og buðu þeim svo lélegan samning svo ömurlegan að það var ekki annað hægt en að hafna honum… en viti menn þær gengu að honum! Afhverju spurði ég, vegna þess að ef félagið fer á hausinn í næsta mánuði þá er betra fyrir þær að hafa samning til að geta fengið allavega eitthvað út úr Ábyrgðarsjóði launa.
Hvað gerist þá í framhaldinu, spurði ég. Hann svaraði, Samherji tekur þetta yfir á einhvern hátt með aðkomu Eimskips, Lífeyrissjóðirnir eru inni í Eimskip hvort sem er, svipað eins og í gamla daga með Flugleiði. Samherja vantar líka að gera sig sæta eftir namibíska mútur hneykslið. Aðalmálið er að losna undan Boeing samningnum sagði hann svo og sleit svo umræðunni.