Helstu tíðindi LRH voru eftirfarandi
95 mál voru skráð í Löke, , töluvert var um tilkynningar um hin ýmsu atvik, aðstoðarbeiðnir vegna veikinda og svo vegna fólks í annarlegu ástandi
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:
- Tilkynnt um innbrot og þjófnað á vinnusvæði í hverfi 105, ekki vitað hver gerandi er
- Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 101, afgreitt á vettvangi
- Tilkynnt um vinnuslys í hverfi 101, maður dettur 4-5m, fluttur á bráðamóttöku til skoðunar, minniháttar meiðsli, við skoðun kom í ljós að hann og samstarfsmaður hans voru hér í ólöglegri dvöl og höfðu ekki vinnuréttindi , þeir handteknir og þeirra mál skoðað betur
- Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 108, afgreitt á vettvangi
- Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 107, minniháttar slys á einum farþega
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
- Ökumaður stöðvaður í akstri vegna gruns um akstur í hverfi 110 undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku
- Tilkynnt um vinnuslys í hverfi 220, maður fór með fingur í sög og tók fingurinn næstum af, færður á bráðamóttöku til aðhlinningar
- Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 210, minniháttar skemmdir og engin slys á fólki, afgreitt á vettvangi
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
- Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 110, einhverjar skemmdir og engin slys á fólki, afgreitt á vettvangi
- Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 270, einhverjar skemmdir og engin slys á fólki, afgreitt á vettvangi
- Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 110, afgreitt á vettvangi
- Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 112 við athugun kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum, afgreitt á vettvangi með vettvangsskýrslu
Umræða