Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg norðvestlæg átt og léttskýjað. Hiti 11 til 15 stig. Norðan 5-10 á morgun og áfram léttskýjað, hiti 12 til 17 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðlæg átt 3-8 m/s, en 8-13 austast á landinu. Víða léttskýjað, en skýjað um landið norðaustanvert og stöku síðdegisskúrir á Suðausturlandi. Hiti frá 6 stigum í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 17 stig suðvestantil.
Á sunnudag og mánudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola. Bjart með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti víða 10 til 16 stig yfir daginn.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðvestlæg átt 3-8. Skýjað með köflum á vestanverðu landinu, en yfirleitt léttskýjað í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast austantil á landinu.
Spá gerð: 20.08.2020 09:07. Gildir til: 27.08.2020 12:00.