Hugleiðingar veðurfræðings
Byrjun dagsins er ekki mjög björt á suðvesturhorni landsins með þungbúnum skýjum, en það léttir til, annað en í gær. Eftir hádegi fara skýin og sólin lætur sjá sig, líkt og í fleiri landshlutum. Það verður norðaustan átt í dag, víða 5-10 m/s en 10-15 m/s í vindstrengjum við suðausturströndina með vindhviðum um 25 m/s en það getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Hiti 10 til 17 stig, en nokkuð svalt austanlands, lengst af skýjað og hiti 5 til 9 stig á þeim slóðum.
Á morgun má gera ráð fyrir áframhaldandi norðaustanátt, áfram strekkingur suðaustanlands og einnig norðvestantil á landinu, annars hægari vindur og fer að lægja á laugardag. Víða léttskýjað en þungbúið um landið norðaustanvert, og svipaðar hitatölur. Spá gerð: 20.08.2020 06:26. Gildir til: 21.08.2020 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað og úrkomulítið, en léttir til með morgninum, bjartviðri seinnipartinn. Hiti 11 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu
Hæg austlæg og súld suðvestantil á landinu. Léttir til með morgninum, en bjart með köflum annarsstaðar. Gengur í norðaustan 5-13 um hádegi, en heldur hvassari í vindstrengjum með suðausturströndinni síðdegis. Skýjað og lítilsháttar væta austanlands, en annars léttskýjað. Hiti 7 til 17 stig að deginum, svalast austantil.
Spá gerð: 20.08.2020 04:46. Gildir til: 21.08.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðaustan og norðan 5-15 m/s, hvassast í vindstrengjum á Vesturlandi og með austurströndinni. Bjart með köflum, en dálítil rigning suðaustantil. Þykknar upp um norðanvert landið síðdegis. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.
Á laugardag:
Norðlæg átt 3-8, en 8-13 austast á landinu. Víða léttskýjað og hiti 11 til 17 stig yfir daginn. Skýjað norðaustan- og austanlands, þurrt að kalla og hiti 6 til 11 stig.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola. Víða þurrt og bjart veður og hiti 8 til 17 stig, hlýjast á vestanverðu landinu.
Á mánudag og þriðjudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum. Hiti víða 10 til 16 stig yfir daginn.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir hæga austanátt og víða léttskýjað. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 19.08.2020 20:31. Gildir til: 26.08.2020 12:00.