Hugleiðingar veðurfræðings
Norðan 10-18 m/s vestantil á landinu í dag, annars hægari vindur. Rigning með köflum eða skúrir, og sums staðar talsverð rigning á norðvestanverðu landinu fram eftir degi, en yfirleitt þurrt suðvestanlands. Dregur smám saman úr vindi þegar líður á daginn. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst.
Í höfuðborginni er útlit fyrir norðan strekking og þurrt veður, en síðdegis verður vindurinn líklega orðinn heldur hægari og það léttir til. Norðlæg eða breytileg átt á morgun, gola eða kaldi og þurrt að kalla, en lítilsháttar væta norðaustanlands fram eftir morgni og sunnantil á landinu eru líkur á að einhverjar skúrir falli eftir hádegi.
Veðurhorfur á landinu
Norðan 5-10 m/s, en 10-18 vestantil. Rigning með köflum eða skúrir, og sums staðar talsverð rigning um landið norðvestanvert, en þurrt að kalla suðvestanlands. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Norðlæg eða breytileg átt 5-10 á morgun og þurrt og bjart með köflum, en lítilsháttar væta norðaustanlands fram eftir morgni. Sums staðar skúrir sunnantil á landinu síðdegis. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst.
Gul viðvörun vegna veðurs: Breiðafjörður og Strandir og norðurland vestra
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 og skúrir, en úrkomulítið um landið norðanvert. Hiti 6 til 12 stig.
Á þriðjudag:
Norðaustan 5-10 og dálítil væta á víð og dreif, en skýjað með köflum og yfirleitt þurrt á Vesturlandi. Hvessir suðaustan- og austanlands seinnipartinn með rigningu. Hiti 6 til 12 stig.
Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt 5-13 og rigning með köflum en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 4 til 13 stig, mildast sunnanlands.
Á fimmtudag:
Norðan 8-13 og rigning, en heldur hægari og þurrt að mestu sunnan heiða. Heldur kólnandi.
Á föstudag:
Fremur svöl norðlæg átt og yfirleitt þurrt og bjart en dálítil væta norðaustantil á landinu.