Tvö göt fundust í dag í sjókví eldisfyrirtækisins Arctic Seafarm. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish segir að búið sé að sauma fyrir götin og að verið sé að kanna hinar kvíarnar.
Ekki er vitað hvað götin voru opin lengi en í kví númer átta eru 72.522 fiskar. Meðalþyngd hvers þeirra er um 6 kíló og vega þeir því samanlagt um 440 tonn.
Götin hafa verið tilkynnt til Fiskistofu og Matvælastofnunar, eins og reglur kveða á um, og viðbragðsáætlanir hafa verið virkjaðar. Þrjú slysasleppingarnet verða lögð í dag, sem verða dregin á morgun með eftirlitsfólki frá Fiskistofu.
Umræða