-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Matthíasi (22 ára) gengur vel í útgerð og ætlar að kaupa stærri bát

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Nóg af fiski í sjónum og björt framtíð fyrir ungt fólk

Matthías  er 22 ára og er kominn á fulla ferð með eigin útgerð á báti sínum og hefur val um marga möguleika þegar að veiðum kemur.  Hann keypti 27 feta langan bát sem hann gaf nafnið „Sanna“ síðastliðið haust frá Lofoten. Báturinn er kenndur við Sönnu, litlu systur Matthiasar. Línuveiðar eru þær veiðar sem honum líkar best við, ,,og það að vera sjómaður er frábært“ segir Matthias. 
Hann hefur tveggja ára reynslu að baki af fiskveiðum og svo stundaði hann veiðar í Nordkapp framhaldsskóla og sjómannaaskóla en þá var hann lærlingur í tvö ár á línubát. ,,Ég veit ekki hvort það er nauðsynlegt að fara í skóla til að verða sjómaður, en þetta var skemmtilegur tími. Hann segir að tíminn sem lærlingur á fiskibáti hafi verið gagnlegur.

Ætlar að kaupa stærri bát sem framleiddur er í Hafnarfirði

Ég stefni á að kaupa stærri bát sem er 35-36 fet. Notaður íslenskur bátur af gerðinni Cleopatra er draumurinn, þegar ég stækka við mig, ,,því ég hef komist að því að fyrir mig er hagkvæmara að kaupa stærri bát svo ég geti veitt grálúðu.“ Segir Matthias Pettersen sem er frá Kjøllefjord í Noregi þar sem stjórnvöld stefna markvisst að því að aðstoða ungt fólk sem velur sér sjómennsku og eða útgerð að starfi eins mikið og mögulegt er. Þar er m.a. sérstakt kerfi fyrir áhugasamt ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára, þar sem stutt er við unga fólkið frá a til ö af stjórnvöldum, til að koma undir þau fótunum í útgerð. Á Íslandi eru hinsvegar öflugustu útgerðarmennirnir flestir á eftirlaunaaldri eða 60 til 100 ára og þar eru engin áform um nýliðun.

Valdi sjómennskuna

Hugmyndin um að hefja störf klukkan sjö á hverjum degi var mikilvæg ástæða fyrir því að hann valdi þessa „frjálsu starfsgrein“.
Hann var á leið að flytja til Þrándheims til að verða húsvörður í keilusal en hætti við það og snéri sér að útgerð. Nú sér hann ekki eftir að hafa gefið upp keiluáætlanirnar og keypt sér frekar sinn eigin bát.

Af hverju Þrándheimur?

Já, ég á nokkra vini þarna niðurfrá og þá langaði mig að sjá eitthvað nýtt og að auki eru töluvert af stelpum í Kjøllefjord.
Nú á hann hins vegar góðan vinahóp og er með stúlku frá Honningsvåg og fiskar krabba á eigin báti á Porsangerfjörð. Reyndar líkar mér ekki sérlega vel við kóngakrabbaveiðar en það eru bara svo rosalega góðir peningar í því, segir hann með glampa í augunum. Matthias telur það engan harmleik fyrir sig að frá og með næsta ári verði fleiri sem muni deila með honum hlutdeild í heildarkvótanum, vegna þess að sjómenn frá ystu sveitarfélögunum í Finnmörku fá einnig að taka þátt í veiðinni fyrir austan.

Reyndi fyrir sér sem smiður

Þetta er fyrsta tímabil hans í veiðum á kóngakrabba. Hann tekur fram að hann hafi byrjað seint og að gæði krabbans hafi því ekki verið sem best. Hann veiddi aðeins helming kvótans á Laksefjord og afhenti hann í móttökunni í Kjøllefjord. Eftir að krabbaveiðum við Porsangerfjörð er lokið snýr hann sér að veiðum á ýsu, þá hefur hann einnig stundað grásleppuveiðar.
Hann eyðir helginni með kærustu sinni í Honningsvåg sem mun brátt ljúka iðnnáminu sem rafvirki. ,,Hvar við munum svo búa til lengri tíma litið? Það verður að minnsta kosti í Finnmörku og þá munum við sjá til hvort það verði í Honningsvåg eða Kjøllefjord,“ segir Matthías að lokum.

17 ára og keypti sér bát og kominn í blómlega útgerð

https://frettatiminn.is/17-ara-og-keypti-ser-bat-og-kominn-i-blomlega-utgerd/