Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur úthlutað 566,6 milljónum króna úr Matvælasjóði til 64 verkefna. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr Matvælasjóði, en í ár bárust 273 umsóknir um styrki.
Styrkir eftir landshlutum:
- Vesturland 9%
- Vestfirðir 8%
- Norðurland vestra 14%
- Norðurland eystra 15%
- Austurland 7%
- Suðurland 15%
- Suðurnes 7%
- Höfuðborgarsvæðið 27%
Umræða