Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot gegn tveimur ungum stúlkum. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær og fjallað var um málið á vef rúv.is.
Brot mannsins eru í ákæru saksóknara sögð hafa verið framin á síðasta ári. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað annarri stúlkunni á heimili sínu í febrúar þegar hún var barn að aldri. Foreldri stúlkunnar krefst þess að maðurinn verði dæmdur til að greiða henni þrjár milljónir í miskabætur.
Saksóknari segir manninn hafa áreitt hina um nokkurra mánaða skeið á heimili hennar og í bíl sínum. Það er hann sagður hafa gert með því að þukla á brjóstum hennar og í eitt skipti segir saksóknari að maðurinn hafi rasskellt hana og sagt að hún væri með flottan rass.
Stúlkan krefst þess að maðurinn verði dæmdur til að greiða henni tvær milljónir í miskabætur.
Umræða