Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Seamaid yellow catfish sem Fiska.is flytur inn vegna þess að það greindist Leucomalachite sem má ekki nota við matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Tilkynningin kom í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Seamaid
- Vöruheiti: Yellow Catfish 1 kg
- Best fyrir: 13-4-2026
- Nettómagn: 1 kg
- Geymsluskilyrði: Frystivara
- Framleiðandi: Seamaid A/S Hjortehegnet 8-DK 2800kgs. Lyngby
- Framleiðsluland: Víetnam
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur
- Dreifing: Verslun Fiska.is
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða fara með hana til verslunarinnar til að fá endurgreitt.
Ítarefni
- Fréttatilkynning frá Fiska.is
- Fréttatilkynning frá Heilbrigðiseftirlitinu
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
- Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook
Umræða