Norðanhríðarveður – (Gult ástand)
Veðurhorfur á landinu
Sunnan 8-15 m/s og víða talsverð rigning, en hægari og sums staðar slydda fyrir austan. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst. Vestlægari í nótt og rofar víða til, en snýst síðan í norðanátt, 10-18 undir hádegi og 18-23 SA til síðdegis. Rigning eða slydda víða um land á morgun og snjókoma til fjalla fyrir norðan, en léttir til sunnan heiðar. Kólnandi veður með éljum um kvöldið.
Vestfirðir Norðaustanhríðarveður (Gult ástand)
21 okt. kl. 12:00 – 23:59 – Norðaustan 10-18 m/s og rigning eða slydda við sjávarsíðuna, en snjókoma og skafrenningur til fjalla og lítið skyggni og hálka á heiðavegum. Vegfarendur aki eftir aðstæðum.
Strandir og Norðurland vestra – Norðanhríðarveður (Gult ástand)
21 okt. kl. 12:00 – 23:59 – Norðan 10-15 m/s og rigning eða slydda við sjávarsíðuna, en snjókoma og skafrenningur til fjalla og lítið skyggni og hálka á heiðavegum, s.s. á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Talsverð úrkoma á Ströndum. Vegfarendur aki eftir aðstæðum.
Norðurland eystra – Norðanhríðarveður (Gult ástand)
21 okt. kl. 13:00 – 23:59 – Norðan 10-15 m/s og rigning eða slydda við sjávarsíðuna, en snjókoma og skafrenningur til fjalla og lítið skyggni og hálka á heiðavegum, s.s. á Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Vegfarendur aki eftir aðstæðum.
Austfirðir – Norðvestan hvassviðri eða stormur (Gult ástand)
21 okt. kl. 14:00 – 22:00 – Norðvestan hvassviðri eða stormur, 18-23 m/s, hvassast syðst. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll 25-35 m/s, sem geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.
Suðausturland – Norðvestan hvassviðri eða stormur (Gult ástand)
21 okt. kl. 14:00 – 22:00 – Norðvestan hvassviðri eða stormur austantil, staðbundið 18-25 m/s í Öræfum. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll 25-35 m/s, sem geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustanátt, yfirleitt 10-15 m/s. Él um landið N-vert, annars bjart köflum, en líkur á éljum um tíma allra syðst. Frost 0 til 8 stig, en nærri frostmarki við suðurströndina.
Á fimmtudag:
Stíf norðanátt og snjókoma eða él, en yfirleitt þurrt og bjart syðra. Frost 0 til 7 stig, en um frostmark við sjávarsíðuna.
Á föstudag:
Minnkandi norðanátt og dálítil él NA-lands, en léttir til í öðrum landshlutum og kólnar í veðri.
Á laugardag (fyrsti vetrardagur):
Útlit fyrir hæga vinda og bjartviðri í flestum landshlutum, en áfram kalt í veðri.
Á sunnudag:
Gengur líklega í hvassa austanátt með snjókomu eða slyddu SA til á landinu og hlýnar heldur.