4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Hætt við nauðungaruppboð á fasteignum vegna Covid19

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Borið hefur á því á vef Sýslumannsembætta á landinu að hætt hefur verið við nauðungarsölur vegna Covid-19, þetta á ekki við um allar nauðungarsölur en hætt hefur verið við einstaka uppboð og þar er borið við að það sé vegna Covid19. Í auglýsingu sýslumannsins á Suðurlandi segir t.d. að í ljósi hertra sóttvarnaaðgerða vegna Covid 19 verður áður auglýstu framhaldi uppboðs 19. okt. nk. frestað með vísan til 1. mgr. 35. gr. l. 90/1991. En 35. grein laga um nauðungarsölur hljóðar svo:

Ef uppboði lýkur ekki samkvæmt því sem segir í 34. gr. verður því fram haldið eftir ákvörðun sýslumanns innan fjögurra vikna frá því lokið er að leita boða skv. 3. mgr. 33. gr. Framhaldi uppboðs verður ekki frestað nema óviðráðanleg atvik komi í veg fyrir framkvæmd þess, en þá ákveður sýslumaður án sérstakrar fyrirtöku um framhald uppboðs innan fjögurra vikna frá því honum verður kunnugt um að slík hindrun sé úr vegi. Sýslumaður skal að jafnaði ákveða hvar og hvenær uppboði verði fram haldið um leið og lokið er að leita boða í eignina skv. 3. mgr. 33. gr. Þá ákvörðun þarf ekki að tilkynna frekar þeim sem voru viðstaddir þegar hún var kynnt.
Þegar ákvörðun hefur verið tekin um framhald uppboðs skal sýslumaður svo fljótt sem verða má tilkynna öllum aðilum að nauðungarsölunni sem verður náð til um hana, sbr. þó 2. mgr. Tilkynningin skal send í ábyrgðarbréfi eða símskeyti eða með öðrum sambærilegum hætti.
Sýslumaður skal jafnframt fá birta auglýsingu um framhald uppboðs í Lögbirtingablaði með minnst viku fyrirvara ef ekki er vitað hvert megi senda gerðarþola tilkynningu skv. 3. mgr. Þá skal sýslumaður auglýsa framhald uppboðs með þeim hætti sem segir í 2. mgr. 26. gr. Skal tekið fram í auglýsingunni að um framhald uppboðs sé að ræða.