Öflugur jarðskjálfti sem mældist 5,7 skv. nýjustu mælingu, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu varð nú klukkan 13:43 og fannst hann um allt höfuðborgarsvæðið og hús hristust duglega, reikna má með að eftirskjálftar muni verða en Veðurstofa hefur ekki enn gefið endanlega út hversu sterkur þessi jarðskjálfti var en hann var með þeim öflugri sem fundist hafa undanfarna mánuði. Skjálftinn varð 4,1 km vestur af Krýsuvík.
Óróleiki hefur verið á Krísuvíkursvæðinu í dag, áður en stóri skjálftinn reið yfir. Kona sem býr á Völlunum í Hafnarfirði sagði að blokkin hefði bókstaflega verið á fleygiferð í skjálftanum.
Umræða