Tilkynnt var um innbrot í Garðabæ en þar hafði verið farið inn í íbúðarhúsnæði. Sá sem þar var á ferð, lét sig snarlega hverfa af vettvangi þegar hann varð var við að húsráðandinn var heima.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í hestahúsabyggð í hverfi 221 vegna drónaflugs rétt ofan við hesthúsin en að sögn tilkynnanda hafði dróninn truflandi áhrif á hestana við hesthúsin.
Tilkynnt var um eld í fjölbýli í hverfi 112 en þar hafði kviknað í potti á eldavél. Húsráðendur búnir að slökkva þegar aðstoð kom að en slökkvilið sá um að reykræsta íbúðina.
Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu á biðstöð stærtó í Ártúni vegna einstaklings sem neitaði að greiða fargjald og var til vandræða.
Umræða