Skarphéðinn Berg Steinarsson hefur ákveðið að láta af störfum sem ferðamálastjóri frá áramótum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála hefur fallist á lausnarbeiðni Skarphéðins.
Hefur Skarphéðinn gegnt starfinu frá 1. janúar 2018 og mun því hafa gegnt embættinu í fimm ár um næstu áramót er hann lætur af störfum.
Ferðamálastofa fylgist með og stuðlar að þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar grunnstoðar í íslensku samfélagi að teknu tilliti til þolmarka íslenskrar náttúru og samfélags ásamt því að vinna að samræmingu, greiningum og rannsóknum í ferðaþjónustu með hliðsjón af stefnu stjórnvalda sem ferðamálaráðherra (menningar- og viðskiptaráðherra) markar.
Embættið verður auglýst innan skamms tíma, en ráðherra skipar í það til fimm ára í senn.
Umræða