Það var annasamt á morgunvaktinni hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu:
-Rúmlega sjö í morgunn barst tilkynning um eld í bifreið á vesturlandsvegi, engin slys urðu á fólki.
-Um hálftíma síðar barst tilkynning um umferðarslys á Suðurlandsvegi. Minniháttar meiðsl tilkynnt og sjúkrabifreið var send á staðinn ásamt því að fjarlægja þurfti aðra bifreiðina með kranabifreið.
-Rétt fyrir klukkan níu var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í vesturbænum. Þar hafði aðili brotið sér leið inn á sameign í fjölbýlishúsi en var þó á bak og burt er lögreglu bar að. Lögreglumenn þurftu þó ekki að leita lengi þar sem önnur tilkynning um aðilann barst stuttu síðar og var aðilinn handtekinn. Reyndist hann vera í afar annarlegu ástandi og gistir nú fangageymslu.
-Rúmlega níu var tilkynnt um árekstur í austurhluta borgarinnar. Engin slys á fólki en mikið tjón á ökutækjum.
Stuttu seinna barst svo tilkynning um mikinn dökkan reyk frá stigagangi í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Er lögreglumenn komu á vettvang var eldur laus í stigaganginum og mikill reykur fór um nærliggjandi hverfi. Mikill viðbúnaður er á staðnum og slökkvistarf stendur enn yfir.