-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Gular viðvaranir – Norðaustanátt um allt land

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hugleiðingar veðurfræðings á Veðurstofu

Minnkandi norðaustanátt í dag, víða 10-15 m/s um hádegi, en 15-20 m/s norðvestantil á landinu og einnig á Suðausturlandi í kvöld. Það verður slydda eða snjókoma um landið norðan- og austanvert, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Hiti nálægt frostmarki, en hiti allt að 7 stigum sunnanlands. Það hvessir aftur á morgun og bætir í úrkomuna norðan- og austanlands, en áfram verður þurrt á Suður- og Vesturlandi. Á sunnudaginn dregur heldur úr vindi, en það verður áfram úrkomusamt norðan- og austantil. Spá gerð: 20.12.2019 06:32. Gildir til: 21.12.2019 00:00.
Gul viðvörun : Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi 
Sjá neðst á síðunni:
Veðurhorfur á landinu
Minnkandi norðaustanátt, víða 10-15 m/s um hádegi, en 15-20 norðvestantil á landinu og einnig á Suðausturlandi í kvöld. Slydda eða snjókoma um landið norðan- og austanvert, en yfirleitt bjart sunnan heiða.
Norðaustan 13-20 m/s á morgun, en hvassari í vindstrengjum suðaustanlands. Það bætir í úrkomuna norðan- og austanlands, en áfram verður þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki, en hiti að 7 stigum sunnanlands.
Spá gerð: 20.12.2019 05:17. Gildir til: 21.12.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (vetrarsólstöður):
Allhvöss eða hvöss norðaustanátt með snjókomu N- og A-lands, en slyddu við ströndina. Þurrt um landið SV-vert. Hiti víða nálægt frostmarki, en upp í 8 stig með S-ströndinni.
Á mánudag (Þorláksmessa):
Norðaustan 8-15 m/s og él, en slydda um landið A-vert. Úrkomulítið sunnan heiða. Hiti víða um frostmark.
Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):
Austlæg átt og skýjað með éljum eða slydduéljum N- og A-lands, en úrkomulítið annars staðar. Líkur á slyddu eða snjókomu um landið S-vert um kvöldið. Hiti í kringum frostmark.
Á miðvikudag (jóladagur):
Snýst í suðlæga átt með dálítilli snjókomu eða slyddu sunnan- og vestantil, en rigningu við suðurströndina. Hiti breytist lítið. Þurrt á NA- og A-landi og kólnar þar.
Á fimmtudag (annar í jólum):
Útlit fyrir suðlæga átt með dálitlum éljum eða skúrum. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 20.12.2019 08:06. Gildir til: 27.12.2019 12:00.

Gular viðvaranir vegna veðurs: Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi