Skv. skoðunarkönnun Gallup, eru píratar tíu sinnum líklegri til þess að fá sér húðflúr en framsóknarfólk
Húðflúr
Það hefur færst í vöxt undanfarin ár að landsmenn skreyti líkama sína með húðflúrum og okkur hjá Gallup lék forvitni á að vita hve algengt það er orðið. Í ljós kom að fimmtungur fullorðinna Íslendinga er með húðflúr.
Ólíkt því sem var áður fyrr eru konur frekar með húðflúr en karlar, eða nær 24% á móti tæpum 17% karla. Húðflúr eru algengust hjá fólki milli þrítugs og fertugs, svo hjá fólki undir þrítugu, þá hjá fólki milli fertugs og fimmtugs en sjaldgæfust hjá fólki yfir fimmtugu. Þeir sem hafa ekki lokið fram- haldsskólaprófi eru frekar með húðflúr en þeir sem hafa meiri menntun að baki. Mikill munur er eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk kysi til Alþingis en langflestir eru með húðflúr meðal þeirra sem kysu Pírata, eða 42% og fæstir meðal þeirra sem kysu Framsóknarflokkinn, eða tæplega 4%.
Þeir sem eru flúraðir eru að meðaltali með 3 húðflúr. Hátt í 39% þeirra eru með eitt, nær 22% með tvö, tæplega 13% með þrjú og rúmlega 27% eru með fjögur eða fleiri.
Af þeim sem eru með húðflúr er fólk yngra en þrítugt að meðaltali með flest húðflúr en fólk milli þrítugs og fertugs og fólk milli fimmtugs og sextugs með næstflest. Fólk milli fertugs og fimmtugs og fólk eldra en sextugt er að meðal- tali með færri húðflúr.
Spurt var:
Ert þú með húðflúr? Gætir þú hugsað þér að fá þér húðflúr? Hvað ert þú með mörg húðflúr? Gætir þú hugsað þér að fá þér fleiri húðflúr?