Hugleiðingar veðurfræðings
Nóttin var hlý á landinu, hitinn komst t.d. í 17 stig á Austfjörðum. Í dag er spáð hvassri suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri, en stormi eða roki í kvöld og rigningu eða snjókomu um tíma. Norðaustantil verður þó væntanlega lítil sem engin úrkoma. Suðvestan 15-25 m/s á morgun, hvassast um landið norðvestanvert. Áfram éljagangur og hiti nálægt frostmarki, en slydda eða rigning með köflum á SA-landi og þurrt að kalla norðaustanlands. Á sunnudag er útlit fyrir stífa vestan- og suðvestanátt með éljum, þó síst á Austurlandi. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan 15-25 m/s og rigning, hvassast norðan heiða, en síðan suðvestan 15-23 og él S- og V-til. Kólnandi, hiti víða 1 til 5 stig síðdegis. Suðvestan stormur eða rok og rigning eða snjókoma um tíma í kvöld.
Suðvestan 15-25 á morgun, hvassast um landið NV-vert. Él og hiti nálægt frostmarki, en þurrt á A-landi. Rigning eða slydda með köflum og mildara SA-lands. Lægir talsvert annað kvöld.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 13-18 m/s og rigning, en suðvestan 13-18 og slydduél með morgninum. Hiti 1 til 5 stig í dag. Suðvestan hvassviðri eða stormur og ydda eða rigning um tíma í kvöld. Suðvestan 13-20 og él á morgun, en lægir annað kvöld. Hiti nálægt frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestan 13-20 og él, en úrkomuminna A-lands. Kólnandi veður.
Á mánudag:
Minnkandi suðvestanátt og úrkomulítið. Frost 0 til 10 stig, kaldast NA-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt með slyddu eða snjókomu á S- og V-landi seint um kvöldið.
Á þriðjudag:
Hvöss suðvestlæg átt með rigningu og síðar slyddu eða snjókomu, hiti í kringum frostmark. Lægir og kólnar um kvöldið.
Á miðvikudag:
Austlæg átt og slydda eða snjókoma, en rigning um tíma syðst. Snýst í norðanátt og kólnar seinnipartinn.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir umhleypingasamt veður áfram.