Foreldraútilokun – Barnsfaðir tjáir sig um tálmun barnsmóður og samtal við sálfræðing
Hér að neðan er bréf sem faðir sendi Fréttatímanum undir fullu nafni og kennitölu. Til að vernda barn parsins, er nafn föðurs þess ekki getið:
Foreldri A veit samkvæmt umtali barns að foreldri B hefur talað foreldri A niður við barn og dregið upp slæma mynd af því foreldri, sem er alkunna í tálmunarmálum.
Ekkert ofbeldi af hálfu hvorugu foreldri hefur verið til staðar gagnvart barni svo vitað sé og barn notið ágætis uppeldis þar til tálmun hefst.
Afrit af samtali í síma: Sálfræðingur svarar: Já (segir til nafns) Foreldri A: Já sæll, xxx heiti ég. Sálfræðingur: Já komdu sæll. Foreldri A:
Blessaður, ég er pabbi hans/hennar xxx sem kom til þín í sumar. Sálfræðingur: OK? Og … varstu að hugsa eitthvað sérstakt? Foreldri A: Ég var að spá í hvort þú værir með tölvupóst sem ég get … Sálfræðingur: Sent á mig línu, já já.
Foreldri A: Hún kom til þín x sinnum, er það ekki? Sálfræðingur: Já ég er náttúrulega ekki með dagbókina á mér en ég man það var allavega ekki mörg skipti. Foreldri A: Nei, af hverju hætti hann/hún að koma, manstu það?
Sálfræðingur: Nei ég þarf að finna dagbókina til að komast að því. Man það ekki akkúrat núna. Foreldri A: Nei.
Sálfræðingur: Haaa … þú getur sent mér línu á xxx@xxx.is. Foreldri A: Já ég ætlaði að athuga sko, hérna, ertu með eitthvað rapport um þetta? Sálfræðingur: Já ég er örugglega með það skráð í dagbókinni sko, já já. Foreldri A: Já, svo þú getur örugglega sent mér það í tölvupósti? Sálfræðingur: Uuuu, það fer svona eftir … það eru ákveðnar reglur um hver má fá hvað og svona, já já.
Foreldri A: Já, en vissirðu ekki um að þetta með sameiginlega forsjá, eða umgengni? Sálfræðingur: Jú jú jú, ég veit að það er sameiginleg forsjá, en það eru samt alltaf ákveðnar reglur um hvað ég má segja. Ég má segja um ákveðna tíma og eitthvað smá um innihald fundanna. En ég má yfirleitt ekki uppljóstra mikið um innihaldið.
Foreldri A: Þú mátt ekki hérna, ekki uppljóstra um innihaldið? Sálfræðingur: Um persónulega hagi eða hvað barnið eða skjólstæðingurinn hefur sagt mér. Foreldri A: Ég er náttúrulega, hérna, náttúrulega forsjárforeldri sko. (kliður í börnum á bakvið.) Sálfræðingur: Já já, en það eru ákveðnar trúnaðareglur um hvað má segja, ég má svo sem segja þér alskonar en það eru takmörk á því samt. Foreldri A: Neeeei ég held það séu engin takmörk á því sko.
,,Sálfræðingur sendir foreldri aðeins eina málsgrein og ekkert rapport eða mat“
Sálfræðingur: Jú jú, Foreldri A: Ekki í sambandi við foreldri sem hefur … er forsjárforeldri sko. Sálfræðingur: Jú jú jú það eru mjög strangar reglur ég sérhæfi mig sérstaklega í að vinna með börnum sko svo þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef lent í því. En ég get alveg sent þér eitthvað rapport, það er ekkert mál sendu mér bara línu. (kliður í börnum á bakvið.) Foreldri A:
Skiptir einhverju máli ef þú sendir mér eitthvað? Það verður að vera samhengi í því? Sálfræðingur: Já að sjálfsögðu er samhengi í því en sendu mér bara línu og þá skal ég finna hvað ég er með um hann/hana og sendi það til baka, Foreldri A: Það eru líka mjög strangar reglur um aðgengi forsjáforeldra að … Sálfræðingur: Já já, ég geri mér grein fyrir því.
Foreldri A: Ha? Sálfræðingur: Ég geri mér grein fyrir því. Foreldri A: Og hérna … Sálfræðingur: Við unnum ekkert sérstaklega mikið saman svo hann/hún kom ekki í mörg viðtöl sem að … ég get sent þér það sem fór fram. Foreldri A: Ég ætla að skoða þetta sko áður en ég ákveð hvort þetta heldur áfram sko.
Sálfræðingur: Já, var það pæling að þið haldið áfram eða? Foreldri A: Já það stóð til, ég áttaði mig ekki á því, mér var ekkert sagt frá þessu sko. Sálfræðingur: OK. Foreldri A: Sem náttúrulega á að gera, það á að segja báðum … forsjárforeldrar eiga að vera upplýstir um þetta. Sálfræðingur: Hmmm. Foreldri A: Er það ekki satt?
Sálfræðingur: Jú jú, að sjálfsögðu. Foreldri A: Þess vegna vil ég vita þetta frá þér til að taka ákvörðun um hvort hann/hún haldi áfram hjá þér sko. Sálfræðingur: Já OK. Foreldri A: Af því ég vissi ekki um þetta sko. Sálfræðingur: OK. Foreldri A: Átt þú börn sjálf/sjálfur?
Sálfræðingur: Já já ég á börn sjálf/sjálfur. Foreldri A: Þannig að þú getur sett þig í þau spor ef þú ert sniðgenginn að einhverju leiti? Sálfræðingur: Já auðvitað átt þú að hafa allar upplýsingar, það er alveg eðlilegt. Foreldri A: Ég sendi þér bara póst og met hvort hann/hún haldi áfram hjá þér.
Sálfræðingur: Já og það er ekki víst að það sé pláss fyrir hann/hana hjá mér í augnablikinu sko. Foreldri A: Nei það er eiginlega aukaatriði, aðalatriðið er það að það verður að vera samráð beggja foreldra annars verður þetta aldrei, verður þetta aldrei rétt sko.
,,Fjöldi tálmunarmála eru til, þar sem börn eru heilþvegin til að ala á andúð annars foreldris sem sjá það í mörgum tilfellum aldrei framar.“
Sálfræðingur: Nei að sjálfsögðu ekki, auðvitað þurfa foreldrar að vera með þetta allt á hreinu. Foreldri A: Þess vegna tel ég (ræskir sig), þess vegna verð ég að vera sannfærður um það að rétt sé farið af stað. Sálfræðingur: Algjörlega, sendu mér línu og ég skal senda þér til baka hvernig tímarnir voru. Foreldri A: OK, segjum það. Sálfræðingur: OK? Bæbæ.
Takið eftir að sálfræðingurinn fer að draga úr að mikið eða merkilegar upplýsingar liggi fyrir eftir fundina með barninu og reynir einnig að réttlæta vinnubrögð sín með að vísan í að foreldri B sé heimilt að leita til “læknis” án samráðs hins foreldris. Sálfræðingur sendir foreldri aðeins eina málsgrein og ekkert rapport eða mat.
,,Sálfræðingurinn meðvirkur tálmuninni“
Sálfræðingurinn er orðinn meðvirkur tálmuninni, og hefur aldrei hugleitt að svo gæti verið þegar hann/hún tekur við barni. Sálfræðing vantar allar upplýsingar og viðhorf frá öðru foreldri til að vanda til við matsviðtal. Foreldri A er skammtaðar minniháttar upplýsingar um heilsufar barns síns eftir geðþótta sálfræðings og foreldri B.
Sálfræðingurinn útskýrir ekki hvaða ströngu reglur gilda um takmarkanir á upplýsingum og hvers vegna og í hvers konar tilfellum, eins og hann vísar í í símtali. Þetta dæmi er vægt, þar sem stöðvuð var ósvífin vegferð, en fjöldi tálmunarmála eru til þar sem börn eru heilþvegin til að ala á andúð annars foreldris og sjá það í mörgum tilfellum aldrei framar.