4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Þrumur og eldingar á Höfuðborgarsvæðinu – Gul viðvörun í veðurspá

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Þrumur og eldingar hafa verið á Höfuðborgarsvæðinu undanfarnar klukkustundir með tilheyrandi úrkomu, þá er einnig Gul viðvörun  vegna veðurs fyrir: Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendið. Hér er myndband sem tekið var áðan af þrumveðirinu. 

Veðurhorfur á landinu

Sunnan 10-18 m/s en 5-13 suðaustan og austantil. Allvíða skúrir en þurrt norðaustanlands. Mun hægari snemma í fyrramálið en vaxandi austanátt og rigning um hádegi, fyrst suðaustanlands en norðlægari á vestanveðru landinu. Sunnan 18-25 m/s austantil á landinu síðdegis á morgun og rigning en 13-18 vestantil annað kvöld. Hiti 2 til 10 stig.
Spá gerð: 21.02.2019 18:34. Gildir til: 23.02.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Sunnan 13-20 m/s og rigning, mikil suðaustantil. Snýst í suðvestan 15-23 m/s síðdegis með slyddu eða jafnvel snjókomu en þurrt að kalla norðaustanlands. Kólnar í veðri og hiti um og undir frostmarki um kvöldið.
Á sunnudag:
Sunnan og suðaustan 8-15 m/s. Skýjað með köflum en fer að rigna sunnan og vestantil eftir hádegi en áfram þurrt norðaustanlands. Hlýnar aftur og hiti víða 1 til 6 stig.
Á mánudag:
Suðaustlæg átt, 8-15, skýjað með köflum og úrkomulítið. Suðlægari vindátt, þykknar upp og fer að rigna sunnanlands um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir hvassa suðvestanátt og skúri eða slydduél en bjartviðri norðan jökla. Kólnar í veðri.
Á miðvikudag:
Snýst í norðlæga átt og þykknar upp með éljum norðantil en léttir til sunnan heiða og frystir um allt land.
Spá gerð: 21.02.2019 08:24. Gildir til: 28.02.2019 12:00.

Strandir og Norðurland vestra

Sunnan stormur eða rok (Gult ástand)

22 feb. kl. 18:00 – 23 feb. kl. 00:30 – Gengur í sunnan 18-25 m/s austantil á svæðinu. Vindhviður jafnvel yfir 40 m/s. Ferðalangar sýni aðgát þar sem vindur er sums staðar þvert á vegi, s.s. á Vatnsskarði og Þverárfjalli. Fok á lausamunum mögulegt, einkum í Skagafirði og Fljótum.

Norðurland eystra

Sunnan stormur eða rok (Gult ástand)

22 feb. kl. 17:30 – 23 feb. kl. 01:00 – Gengur í sunnan 18-25 m/s. Vindhviður jafnvel yfir 40 m/s. Rigning, en slydda á hæstu fjallvegum. Ferðalangar sýni aðgát þar sem vindur er sums staðar þvert á vegi, s.s. Öxnadalsheiði. Fok á lausamunum mögulegt, einkum í Eyjafirði.

Austurland að Glettingi

Sunnan stormur eða rok (Gult ástand)

22 feb. kl. 16:30 – 23 feb. kl. 00:00
Gengur í sunnan 18-25 m/s. Vindhviður jafnvel yfir 40 m/s. Ferðalangar sýni aðgát þar sem vindur er sums staðar þvert á vegi. Fok á lausamunum mögulegt.

Miðhálendið

Sunnan stormur eða rok (Gult ástand)

22 feb. kl. 15:00 – 23 feb. kl. 01:00
Gengur í sunnan 18-25 m/s. Vindhviður jafnvel yfir 40 m/s. Slydda eða rigning og lélegt ferðaveður.