Efling bendir á að forsendur lífskjarasamnings séu brostnar
Yfirlögregluþjónar hafa fengið 46% launahækkun átakalaust og stéttarfélag lögfræðinga hjá ríkinu fékk samning sem þverbraut gegn markmiðum lífskjarasamningsins um hækkun lægstu launa. Í tilfelli lögfræðinga, og þriggja annarra félaga í BHM, voru dyrnar opnaðar með nýjum launaflokkum sem bjóða hækkun grunnlauna upp að 1,27 milljónum á mánuði.
Starfsfólk borgarinnar á lægstu launum fer fram á leiðréttingu sem nemur ekki meira en 45 þúsund krónum. Um það eru ekki bara átök, heldur er baráttan sögð kalla hamfarir yfir landið.
Kemst fólk á hæstu launum upp með hvað sem er?
Umræða